Úr banka í tölvuleikjagerð

Peter & Vlad er nýr íslenskur tölvuleikur.
Peter & Vlad er nýr íslenskur tölvuleikur.

Fyrrverandi starfsmenn netdeildar Landsbankans hafa snúið sér að smíði tölvuleikja fyrir iPhone og iPod frá Apple, að því er vefurinn PR-USA.NET greinir frá. Fyrsti leikurinn heitir Peter & Vlad og kom í hugbúnaðarhluta iTunes, App Store, síðastliðinn föstudag.

„Í gömlu vinnunni okkar smíðuðum við internetlausnir í heimsklassa fyrir Landsbankann og það var mjög skemmtilegt meðan á því stóð,“ sagði Snæbjörn Konráðsson framkvæmdastjóri leikjafyrirtækisins Dexoris í samtali við fréttavefinn.

Hann sagði að eftir að ríkið tók yfir rekstur Landsbankans og kreppan herti tökin hafi þeir félagarnir viljað koma sér út úr depurð fjármálageirans. Þeir hafi viljað vinna við eitthvað allt annað og að hjálpa öðrum við að skemmta sér.

Haft er eftir Snæbirni að iTunes App Store sé mjög heppileg til að markaðssetja leikinn. Hún geri litlum fyrirtækjum tölvuhönnuða kleift að keppa við stærri fyrirtæki og framleiða skemmtilega tölvuleiki á sanngjörnu verði.

Heimasíða Peter & Vlad


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert