Nýr Landspítali kostar um 50 milljarða

Líkan af nýjum Landspítala
Líkan af nýjum Landspítala mbl.is

Vænta má að á næstu dögum skýrist línur varðandi aðkomu lífeyrissjóða að byggingu nýs Landspítala. Rætt hefur verið um að sjóðirnir fjármagni framkvæmdina, sem er 50 milljarða króna pakki. „Ég tel okkur vera að komast á beinu brautina,“ sagði Ögmundur Jónsson heilbrigðisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær.

Skipaður verður starfshópur ráðuneyta forsætis-, fjármála- og heilbrigðismála, Landspítala og Háskóla Íslands sem mun ræða málið við lífeyrissjóðina og leggja línur. Í framhaldinu verður samkomulag lagt fyrir stjórnvöld til staðfestingar.

Í ræðu á fundi flokksstjórnar Samfylkingarinnar sl. laugardag sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra byggingu Landspítalans skapa minnst 800 störf á framkvæmdatíma. Þá væru ýmis fleiri verkefni sem þörfnuðust mikils mannafla í undirbúningi; svo sem Búðahálsvirkjun, stækkun í Straumsvík, Suðurlandsvegur og fleira.

Gert er ráð fyrir að undirbúningur, skipulagsvinna og hönnunarsamkeppni sé sjö til átta mánaða ferli. Samkvæmt því gæti hönnun hafist næsta vor og framkvæmdir seint á árinu 2011. Ögmundur Jónsson telur víðtæka samstöðu um byggingu nýs Landspítala. Kostnaður verður nærri fimmtíu milljarðar króna, en ábati af sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík fyrir um áratug, þó náist ekki fram nema að starfsemi verði á einum stað.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert