Ósáttur við þungan dóm

Jónas Ingi Ragnarsson og Tindur Jónsson í Héraðsdómi Reykjaness.
Jónas Ingi Ragnarsson og Tindur Jónsson í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Eggert

„Menn geta ekki verið að „fabúl­era“ um þetta og öll óvissa á að vera sak­born­ingi í hag,“ sagði Brynj­ar Ní­els­son, verj­andi Tinds Jóns­son­ar sem sak­felld­ur var í dag fyr­ir am­feta­mín­fram­leiðslu. Brynj­ar vís­ar til þess að dóm­ur­inn gef­ur sér að hægt hefði verið að fram­leiða 14 kg af hreinu am­feta­míni sem aft­ur gæfi 353 kg af efn­inu.

Tind­ur var dæmd­ur í átta ára fang­elsi fyr­ir sinn þátt í mál­inu og var ekki gerður grein­ar­mun­ar á þætti hans og Jónas­ar Inga Ragn­ars­son­ar sem var dæmd­ur í tíu ára fang­elsi.

Bæði Brynj­ar og Sveinn Andri Sveins­son, verj­andi Jónas­ar Inga, ætla að áfrýja mál­inu til Hæsta­rétt­ar.

Burt­séð frá því hversu ósátt­ur Brynj­ar er við sak­fell­ingu skjól­stæðings síns taki stein­inn úr þegar kem­ur að ákvörðun refs­ing­ar. Hann vís­ar til þess að í ný­leg­um dómi hafi tveir karl­menn verið dæmd­ir í sjö ára fang­elsi fyr­ir að hafa í fór­um sín­um am­feta­mín­vökva, sem hægt hafi verið að breyta í 14 kg af am­feta­míni föstu formi. Í því máli hafi verið um full­fram­leitt efni að ræða. Í verk­smiðjunni hafi hins veg­ar aðeins fund­ist upp­hafs­efni, og Tind­ur ekki verið ákærður fyr­ir vörsl­ur fíkni­efna.

„Menn eru oft að verja þung­ar refs­ing­ar með hættu­eig­in­leik­um efna. Þessi efni voru ekki til­bú­in og þar af leiðandi ekki hættu­leg ennþá. Það hlýt­ur að skipta máli við ákvörðun refs­ing­ar.“

Þá seg­ir hann dóm­inn ekki gera grein­ar­mun á þætti Jónas­ar og Tinds í fram­leiðslunni þrátt fyr­ir að Tind­ur hafi verið starfsmaður Jónas­ar.

Dóm­ur­inn í heild sinni

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert