Ráðning Davíðs vekur athygli ytra

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson.

Frétt­ir af ráðningu Davíðs Odds­son­ar sem rit­stjóra Morg­un­blaðsins hafa borist víða um ná­granna­lönd­in. Breska blaðið Daily Tel­egraph seg­ir m.a. frá þessu á vef sín­um í kvöld og seg­ir að Davíð hafi ekki átt í vand­ræðum með að finna nýtt starf þótt hann hafi tengst ís­lenska fjár­mála­hrun­inu sem fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra og seðlabanka­stjóri. 

Tel­egraph seg­ir, að á 13 ára valda­tíma sem for­sæt­is­ráðherra hafi Davíð stýrt einka­væðingu ís­lensku bank­anna þriggja, sem hrundu í októ­ber sl. Hafi frétta­tíma­ritið Time sett hann á lista yfir þá 25 ein­stak­linga, sem helst beri ábyrg á fjár­málakrepp­unni.  

Blaðið hef­ur eft­ir ónafn­greind­um ís­lensk­um blaðamanni, að ráðning Davíðs í rit­stjóra­starfið hafi komið mjög á óvart og fólk ótt­ist, að hann reyni að end­ur­skrifa sög­una sér í hag. „Við höf­um áhyggj­ur af því, að sama valda­mikla fólkið er enn við stjórn­völ­inn." 

Tel­egraph seg­ir, að blaðið Reykja­vik Grapevine, sem gefið er út á ensku í höfuðborg­inni, hafi ákveðið að taka ekki upp nein­ar frétt­ir, sem Morg­un­blaðið seg­ir fyrst frá, á meðan Davíð sé  rit­stjóri.

Breska blaðið læt­ur þess einnig getið, að ís­lensk­ir fjár­mála­menn hafi lengi haft tögl og hagld­ir í ís­lensk­um fjöl­miðlum. Morg­un­blaðið hafi þar til í byrj­un árs­ins verið í hönd­um Björgólfs Guðmunds­son­ar, sem átti ráðandi hlut í Lands­bank­an­um ásamt syni sín­um, Björgólfi Thor Björgólfs­syni.  

Þá eigi Jón Ásgeir Jó­hann­es­son Frétta­blaðið og Stöð 2 en hann hafi haft ráðandi stöðu í Glitni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert