Vill fund í iðnaðarnefnd um Bakka

Unnur Brá Konráðsdóttir.
Unnur Brá Konráðsdóttir.

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, hefur óskað eftir því við formann iðnaðarnefndar Alþingis að nefndin verði kölluð saman til fundar um þær fregnir að viljayfirlýsing um álverið á Bakka verði ekki framlengd.

Unnur segir þau Tryggva Þór Herbertsson, samflokksmann sinn og félaga í iðnaðarnefnd, vilja óska eftir upplýsingum um málið og skýringar á því af hverju viljayfirlýsingin var ekki framlengd. Einnig verði óskað eftir framtíðarhugmyndum og stefnu iðnaðarráðherra, Katrínar Júlíusdóttur, í þessu máli.

„Við viljum vita um hvað málið snýst. Okkur líst ekki á að verið sé að framlengja það óvissuástand sem er í þjóðfélaginu. Það er kominn tími til að ríkisstjórnin komi með skýra stefnu orkumálum og öðrum stórum atvinnumálum sem búið er að gefa fólkinu fyrir norðan undir fótinn með," segir Unnur Brá, sem ekki hefur fengið svör um hvort eða hvenær iðnaðarnefnd kemur saman.

Hjá formanni iðnaðarnefndar liggur einnig fyrir beiðni um fund hjá nefndinni frá Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, um olíuleitarmál á Drekasvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert