Vonast eftir Icesave niðurstöðu

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Eggert

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist í samtali við Reutersfréttastofuna vonast eftir því að niðurstaða fáist í Icesave-deilunni við Breta og Hollendinga fyrir ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem fer fram í Istanbul helgina 6-7. október.

Á fundinum fær Steingrímur tækifæri til að hitta starfsbræður sína frá Bretlandi og Hollandi. Steingrímur segir við Reuters, að Bretar og Hollendingar vilji fá lagalega tryggingu fyrir því, að Íslendingar endurgreiði svonefnd Icesave-lán að fullu þótt endurgreiðslunum verði ekki lokið fyrir 2024. Samkvæmt lögum, sem Alþingi setti, fellur ríkisábyrgð á láninu hins vegar 5. júní þetta ár.

„Við erum bundnir af lögum. Endanleg niðurstaða þarf annað hvort að vera í samræmi við gildandi lög eða það þarf að breyta lögunum," hefur Reuters eftir Steingrími. 

Frétt Reuters

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert