Í ágúst 2009 voru 12 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 20 fyrirtæki í ágúst 2008.
Að sögn Hagstofunnar urðu 555 fyrirtæki gjaldþrota fyrstu 8 mánuði ársins 2009 en fyrstu átta mánuði ársins 2008 voru 470 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta. Þetta jafngildir 17% aukningu milli ára.
Flest gjaldþrot, eða 150, voru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og 103 í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum.