Yfir 200 metra vatn á jeppanum

Gísli Gunnar Jónsson á jeppanum í torfærukeppninni á Hellu.
Gísli Gunnar Jónsson á jeppanum í torfærukeppninni á Hellu. heimska.com

Gísli Gunn­ar Jóns­son, fé­lagi í Bíla­klúbbi Ak­ur­eyr­ar, ætl­ar um helg­ina að reyna að fleyta sér yfir 200 metra langt og 80 metra djúpt vatn í Þýskalandi á jeppa sín­um.

„Þetta er sent út í beinni og það má ekk­ert klikka," seg­ir Gísli Gunn­ar á heimasíðu Bíla­klúbbs Ak­ur­eyr­ar í dag. Þátt­ur­inn heit­ir Wetten Dass og er á þýsku sjón­varps­stöðinni ZDF.

Rétt áður en Gísli legg­ur í svaðal­för­ina munu nokkr­ir fræg­ir gest­ir í þætt­in­um veðja um það hvort hon­um tak­ist ætl­un­ar­verkið eður ei. „Gísli býst við því að bruna ör­ugg­lega yfir vatnið á jepp­an­um, sem áður hét Kókó­mjólk­in, þó svo að vega­lengd­in sé sú lengsta sem hann hafi farið til þessa,.“ seg­ir á heimasíðu Bíla­klúbbs­ins. „Nema það verði skyndi­leg bil­un, þá sekk­ur hann bara. En það er sett­ur neyðarkút­ur á hann þannig að hann sökkvi ekki niður og dragi mann til kölska," er haft eft­ir Gísla.

Eft­ir áhættu­atriðið verður bíl­inn dreg­inn inn á sjón­varps­pall þar sem Gísli verður tek­inn tali. Á heimasíðu Bíla­klúbbs­ins seg­ir að Wetten Dass hafi verið á dag­skrá ZDF í ára­tugi og áhorfið muni vera það næst­mesta í Evr­ópu á eft­ir Eurovisi­on-keppn­inni, eða sem nem­ur yfir þrjá­tíu millj­ón­um áhorf­enda. „Ég hef aldrei prófað neitt í lík­ingu við þetta. Þetta er nátt­úru­lega risa­batte­rí," seg­ir Gísli, sem er marg­fald­ur Íslands­meist­ari í tor­færuakstri og fyrr­ver­andi heims­meist­ari.

Gísli kom fyr­ir nokkr­um árum fram í þætt­in­um Top Gear þar sem hann keyrði ein­mitt yfir vatn. „Það var heil­mik­il um­fjöll­un, þeir sáu þetta og höfðu sam­band við mig," seg­ir hann um for­svars­menn Wetten Dass.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert