Ákvörðun Skipulagsstofnunar felld úr gildi

Rafmagnsmöstur á Hellisheiði
Rafmagnsmöstur á Hellisheiði mbl.is/RAX

Um­hverf­is­ráðherra, Svandís Svavars­dótt­ir hef­ur fellt úr gildi ákvörðun Skipu­lags­stofn­un­ar um að ekki skuli fara fram sam­eig­in­legt mat á um­hverf­isáhrif­um fram­kvæmda vegna Suðvest­ur­línu og öðrum tengd­um fram­kvæmd­um. Mál­inu hef­ur verið vísað aft­ur til Skipu­lags­stofn­un­ar til efni­legr­ar meðferðar og úr­lausn­ar.

Í til­kynn­ingu frá um­hverf­is­ráðuneyt­inu kem­ur fram að ráðuneytið tel­ur lík­legt að vegna ál­vers í Helgu­vík auk annarra orku­frekra verk­efna á Suður­nesj­um þurfi að virkja frek­ar á Reykja­nesi og jafn­vel víðar.

Hins veg­ar liggi ekki fyr­ir hversu langt áform um mögu­leg­ar virkj­an­ir eru kom­in, m.a. varðandi suma þá virkj­un­ar­kosti sem til at­hug­un­ar voru vegna ál­vers­ins þegar mat á um­hverf­isáhrif­um þeirr­ar fram­kvæmd­ar fór fram.

„Því er haldið fram af fram­kvæmd­araðila og fleiri aðilum að af styrk­ingu flutn­ings­línu þurfi að verða hvort sem þær virkj­an­ir sem enn eru óviss­ar komi til eða ekki. Engu að síður kem­ur fram að ekki verði farið í um­rædd­ar fram­kvæmd­ir nema að því marki sem þörf kref­ur m.a. vegna virkj­ana­fram­kvæmda og iðnaðar­upp­bygg­ing­ar. Að mati um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins ligg­ur því ekki fyr­ir með nægj­an­lega skýr­um hætti að hvaða marki fram­kvæmd­in Suðvest­ur­lín­ur er háð því að til frek­ari virkj­un­ar­fram­kvæmda og iðnaðar­upp­bygg­ing­ar komi," að því er seg­ir í til­kynn­ingu.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert