Borgað af lánum eftir tekjum

00:00
00:00

Von­ast er til þess að hægt verði að út­skýra aðgerðir stjórn­valda við skulda­vanda heim­il­anna í smá­atriðum í þess­ari viku. Árni Páll Árna­son, fé­lags­málaráðherra, seg­ir að hnýta þurfi lausa enda í sam­starfi við bank­ana, en það ætti að klár­ast í dag eða á morg­un.

Skuld­ar­ar í land­inu sem stríða nú við þung­ar af­borg­an­ir eigi að finna fyr­ir áhrif­um aðgerðanna frá og með 1. nóv­em­ber en ein­hver hluti þeirra kom­ist ekki í gagnið fyrr en 1. des­em­ber í síðasta lagi.

Árni Páll flutti er­indi á há­deg­is­fundi Fé­lags viðskipta- og hag­fræðinga á Grand­hót­el í dag, ásamt Tryggva Þór Her­berts­syni alþing­is­manni, Þórólfi Matth­ías­syni hag­fræðipró­fess­or og Gísla Tryggva­syni, tals­manni neyt­enda.
Árni Páll seg­ir að besta leiðin til að hjálpa fjöl­skyld­um lands­ins í gegn­um erfiðasta tíma­bilið, sé að laga greiðslu­byrðina að launaþróun, og halda þannig ákveðnu sam­hengi á milli verðmæta­sköp­un­ar og út­gjalda heim­il­anna.

Hins veg­ar eigi ekki að af­nema samn­ings­frelsi í viðskipt­um. Aðgerðir stjórn­valda myndi eins kon­ar gólf af úrræðum sem all­ir eigi rétt á, en ein­stak­ar lána­stofn­an­ir geti þar að auki boðið viðskipta­vin­um sín­um nýj­ar lausn­ir, svo sem skuld­breyt­ing­ar eða niður­fell­ing­ar á lán­um.

Tryggvi Þór sagði á fund­in­um lík­legt að all­ir þrír stóru viðskipta­bank­arn­ir verði von bráðar farn­ir að bjóða viðskipta­vin­um sín­um niður­fell­ingu skulda gegn breytt­um skil­mál­um, líkt og Íslands­banki hyggst fara af stað með á næstu dög­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka