Fréttaskýring: Greiðslubyrði allra lána lækkuð

Bílalán munu lækka
Bílalán munu lækka mbl.is/Ómar Óskarsson

Áður en Alþingi kem­ur sam­an á fimmtu­dag hyggst fé­lags­málaráðherra kynna áform um lækk­un á greiðslu­byrði íbúða- og bíla­lána. Á þetta við um öll verðtryggð og geng­is­tryggð lán, óháð því hvort lán­tak­end­ur eru komn­ir í van­skil með lán­in eða ekki. Verður greiðslu­byrðin færð aft­ur til þess sem var í maí á síðasta ári og fram­veg­is tekið mið af svo­nefndri greiðslu­jöfn­un­ar­vísi­tölu, sem sam­an­stend­ur af launa­vísi­tölu og at­vinnu­stigi í land­inu.

Gætu mánaðarleg­ar af­borg­an­ir lána lækkað að jafnaði um fjórðung, og þá fyrst 1. nóv­em­ber nk., gangi áætl­un stjórn­valda eft­ir. Fyr­ir þau heim­ili sem greiða stór­ar fjár­hæðir af bæði íbúða- og bíla­lán­um get­ur greiðslu­byrðin lækkað um tugi þúsunda króna á mánuði.

End­an­leg út­færsla á þessu ligg­ur þó ekki fyr­ir en fé­lags­málaráðherra mun leggja fram frum­varp á fyrstu starfs­dög­um Alþing­is sem gera á fjár­mála­fyr­ir­tækj­um kleift að breyta fyr­ir­komu­lagi af­borg­ana.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um blaðsins er ekki verið að tala um að lækka höfuðstól verðtryggðra lána, líkt og Íslands­banki hyggst gera og greint var frá í blaðinu í gær. Er sú leið tal­in geta farið sam­an með áform­um stjórn­valda, þá helst fyr­ir þá sem eru í sölu­hug­leiðing­um, en aðrir bank­ar hafa ekk­ert gefið upp hvort þeir fara sömu leið og Íslands­banki.

Fyrst og fremst miða aðgerðir stjórn­valda að því að létta greiðslu­byrðina tíma­bundið. Ef ekki verður búið að greiða íbúðarlán­in niður í lok láns­tím­ans, sem er allt að 40 árum, verða þau mögu­lega fram­lengd í skamm­an tíma. Að þeim tíma lokn­um verða lán­in vænt­an­lega af­skrifuð ef með þarf.

Grænt ljós um sam­ráð

Flest öll fjár­mála­fyr­ir­tæki sem veitt hafa þessi lán hafa fengið kynn­ingu á áform­um stjórn­valda; bank­ar, spari­sjóðir, líf­eyr­is­sjóðir og eigna­leig­ur, sem og aðilar vinnu­markaðar­ins og Hags­muna­sam­tök heim­il­anna. Sam­keppn­is­yf­ir­völd hafa fyr­ir sitt leyti gefið grænt ljós á að fjár­mála­fyr­ir­tæk­in hafi sam­ráð í þess­um aðgerðum.

Hrafn Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, var meðal þeirra sem áttu fund með fé­lags­málaráðherra um helg­ina. Hrafn seg­ir líf­eyr­is­sjóðina vera já­kvæða gagn­vart því að koma til móts við lán­tak­end­ur. Fyrst og fremst muni sjóðirn­ir skoða þann skulda­hala sem eft­ir verður, þ.e. hvort og hve mikið þarf að af­skrifa af íbúðalán­un­um. Erfitt sé að segja til um fjár­hæðir í þessu sam­bandi.


Félagsmálaráðherra kynnir áform um lækkun á greiðslubyrði íbúða- og bílalána.
Fé­lags­málaráðherra kynn­ir áform um lækk­un á greiðslu­byrði íbúða- og bíla­lána. Rax / Ragn­ar Ax­els­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert