Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mlb.is/Eggert

Íslend­ing­ar geta ekki beðið mikið leng­ur eft­ir end­ur­skoðun lánsáætl­un­ar Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, sem greiða mun fyr­ir frek­ari lán­veit­ingu, að því er haft er eft­ir Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur á frétta­vef Bloom­berg. Hún seg­ir end­ur­skipu­lagn­ingu bank­anna og lækk­un stýri­vaxta í upp­námi vegna tafar­inn­ar.

Þol­in­mæði Íslend­inga sé því á þrot­um.

Bloom­berg er mikið les­inn viðskiptaf­rétta­vef­ur en þar seg­ir í viðtali Ómars R. Valdi­mars­son­ar við for­sæt­is­ráðherra að frek­ari lán­veit­ing frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum strandi á af­greiðslu Ices­a­ve-deil­unn­ar við Breta og Hol­lend­inga.

„Við von­umst enn til að lánsáætl­un­in verði end­ur­skoðuð í októ­ber. Það er hins veg­ar ljóst að Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn vill sjá lausn í Ices­a­ve-mál­inu, áður en kem­ur að end­ur­skoðun­inni fyr­ir Ísland,“ seg­ir Jó­hanna.

Hún bæt­ir því við að lausn Ices­a­ve-máls­ins sam­kvæmt skil­yrðum Alþing­is hafi reynst erfiðari og tíma­frek­ari en bú­ist var við. Hún vænt­ir form­legs svars frá Hol­lend­ing­um og Bret­um við nýju skil­yrðunum inn­an skamms svo hægt sé að þoka mál­inu áfram.  

Vilja standa við skuld­bind­ing­ar

Jó­hanna minn­ir Hol­lend­inga og Breta á að Íslend­ing­ar vilji standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar en að á sama tíma geti hún ekki fall­ist á niður­stöðu sem kall­ar mikla erfiðleika yfir ís­lensku þjóðina.

Það þjóni eng­um hags­mun­um ef Íslend­ing­ar taka á sig meiri byrðar en þeir geta axlað.

For­sæt­is­ráðherra bend­ir svo á að Seðlabank­inn end­ur­skoði næst stýri­vexti hinn 5. nóv­em­ber næst­kom­andi. Þá sé áríðandi að vext­ir verði lækkaðir, enda ljóst að erfitt verði að halda stöðug­leika á vinnu­markaði und­ir jafn háu vaxta­stigi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka