Meirihluti stjórnar kosinn beint af sjóðfélögum

Fé­lag­ar í Íslenska líf­eyr­is­sjóðnum samþykktu á auka­árs­fundi í dag nýj­ar samþykkt­ir og verður meiri­hluti stjórn­ar sjóðsins, 4 af 5 stjórn­ar­mönn­um,  nú kos­inn beint af sjóðfé­lög­um á árs­fundi.  Bankaráð Nýja Lands­bank­ans til­nefn­ir einn stjórn­ar­mann. 

Íslenski líf­eyr­is­sjóður­inn var einn af fimm sjóðum, sem sætt hafa op­in­berri rann­sókn frá því í mars. Sjóðirn­ir oru í eign­a­stýr­ingu hjá Lands­bank­an­um og stjórn­end­ur þeirra voru grunaðir um að hafa fjár­fest um of í verðbréf­um tengd­um Lands­bank­an­um og eig­end­um þeirra og gefið Fjár­mála­eft­ir­lit­inu  rang­ar skýrsl­ur um það.

Fjár­málaráðherra skipaði í mars Láru V. Júlí­us­dótt­ur hrl. um­sjón­araðila Íslenska líf­eyr­is­sjóðsins. Hut­verk um­sjón­araðila er m.a. að gera til­lög­ur að framtíð sjóðsins. Á árs­fundi sjóðsins í maí var tek­in ákvörðun um að auka sjálf­stæði sjóðsins gagn­vart Lands­bank­an­um að til­lögu um­sjón­araðila. 

Í þeim til­gangi hafa samþykkt­ir sjóðsins nú verið end­ur­skoðaðar og seg­ir í til­kynn­ingu frá sjóðnum, að var mark­mið end­ur­skoðun­ar­inn­ar hafi verið þríþætt:

  1. Að stjórn sjóðsins verði að meiri­hluta skipuð sjóðfé­lög­um kjörn­um á árs­fundi 
  2. Að fram­kvæmda­stjóri verði starfsmaður sjóðsins sjálfs, en ekki starfsmaður rekstr­araðila
  3. Að greint verði á milli sam­eign­ar­deild­ar sjóðsins og sér­eigna­deild­ar.


Boðað hef­ur verið til ann­ars auka­árs­fund­ar þann 19. októ­ber n.k.  þar sem nýir stjórn­ar­menn verða kosn­ir.  Hafa sjóðfé­lag­ar verið hvatt­ir til að gefa kost á sér til setu í stjórn­inni og til­kynna fram­boð sín til um­sjón­araðila í síðasta lagi 12. októ­ber n.k.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert