Meirihluti stjórnar kosinn beint af sjóðfélögum

Félagar í Íslenska lífeyrissjóðnum samþykktu á aukaársfundi í dag nýjar samþykktir og verður meirihluti stjórnar sjóðsins, 4 af 5 stjórnarmönnum,  nú kosinn beint af sjóðfélögum á ársfundi.  Bankaráð Nýja Landsbankans tilnefnir einn stjórnarmann. 

Íslenski lífeyrissjóðurinn var einn af fimm sjóðum, sem sætt hafa opinberri rannsókn frá því í mars. Sjóðirnir oru í eignastýringu hjá Landsbankanum og stjórnendur þeirra voru grunaðir um að hafa fjárfest um of í verðbréfum tengdum Landsbankanum og eigendum þeirra og gefið Fjármálaeftirlitinu  rangar skýrslur um það.

Fjármálaráðherra skipaði í mars Láru V. Júlíusdóttur hrl. umsjónaraðila Íslenska lífeyrissjóðsins. Hutverk umsjónaraðila er m.a. að gera tillögur að framtíð sjóðsins. Á ársfundi sjóðsins í maí var tekin ákvörðun um að auka sjálfstæði sjóðsins gagnvart Landsbankanum að tillögu umsjónaraðila. 

Í þeim tilgangi hafa samþykktir sjóðsins nú verið endurskoðaðar og segir í tilkynningu frá sjóðnum, að var markmið endurskoðunarinnar hafi verið þríþætt:

  1. Að stjórn sjóðsins verði að meirihluta skipuð sjóðfélögum kjörnum á ársfundi 
  2. Að framkvæmdastjóri verði starfsmaður sjóðsins sjálfs, en ekki starfsmaður rekstraraðila
  3. Að greint verði á milli sameignardeildar sjóðsins og séreignadeildar.


Boðað hefur verið til annars aukaársfundar þann 19. október n.k.  þar sem nýir stjórnarmenn verða kosnir.  Hafa sjóðfélagar verið hvattir til að gefa kost á sér til setu í stjórninni og tilkynna framboð sín til umsjónaraðila í síðasta lagi 12. október n.k.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert