„Það eru mjög skiptar skoðanir um þetta mál í öllum flokkum,“ segir Atli Gíslason, varaformaður allsherjarnefndar Alþingis, um frumvarp um persónukjör til sveitarstjórna, sem nú er til meðferðar í nefndinni.
Nefndin hefur sent frumvarpið til umsagnar hjá 106 aðilum og hafa svör nú borist frá 29 þeirra.
Atli segir að ef vel hefði átt að vera hefði Alþingi þurft að klára málið fyrir síðustu jól.
„Ég sé ekki fram á að þetta frumvarp verði að lögum í vetur og komi til framkvæmda við sveitarstjórnarkosningarnar í vor,“ segir Atli.