Rauf endurkomubann

Leifsstöð.
Leifsstöð. mbl.is/ÞÖK

Hæstirétt­ur hef­ur staðfest úr­sk­urð Héraðsdóms Reykja­ness um að er­lend­ur karl­maður, sem brotið hef­ur ít­rekað gegn end­ur­komu­banni til lands­ins, sæti gæslu­v­arðhaldi til 9. októ­ber.

Maður­inn, sem er Lit­hái, var stöðvaður af landa­mæra­lög­reglu við komu með flugi frá Kaup­manna­höfn sl. föstu­dags­kvöld. Hann var árið 2005 dæmd­ur í 2½ árs fang­elsi í svo­nefndu lík­fund­ar­máli. Þegar hon­um var sleppt úr haldi var hon­um jafn­framt vísað úr landi og úr­sk­urðaður í end­ur­komu­bann til lands­ins næstu 10 ár.

Hann kom síðan til lands­ins á ný í sept­em­ber 2007 en var hand­tek­inn í nóv­em­ber og dæmd­ur í 16 mánaða fang­elsi fyr­ir að rjúfa end­ur­komu­bannið og fyr­ir fíkni­efna­brot.

Fram kem­ur í úr­sk­urði héraðsdóms, að barn manns­ins og barn­s­móðir séu bú­sett hér­lend­is. Hann hafi skýrt komu sína til lands­ins með því að hann hafi langað til að dvelja hjá fjöl­skyldu sinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert