Ráðið í stöður án auglýsingar

Frá Siglufirði.
Frá Siglufirði. Einar Falur Ingólfsson

Sigl­f­irðing­ar eru slegn­ir yfir þeim tíðind­um að yf­ir­lækni Heil­brigðis­stofn­un­ar Siglu­fjarðar verði sagt upp störf­um við sam­ein­ingu heil­brigðis­stofn­ana í Fjalla­byggð. Vef­ur­inn Siglo.is grein­ir frá þessu.

For­stjóri Heil­brigðis­stofn­un­ar Siglu­fjarðar kynnti þessa ákvörðun á starfs­manna­fundi í dag. Einnig verður ráðinn nýr fram­kvæmda­stjóri lækn­inga í Heil­brigðis­stofn­un Fjalla­byggðar, en staðan hef­ur ekki verið aug­lýst að því er fram kem­ur á vefn­um. Sömu­leiðis var for­stjóri nýju heil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar ráðinn án þess að staðan væri aug­lýst.

Fjöldi fólks hef­ur haft sam­band við sigl­firska frétta­vef­inn „og ljóst er að bæj­ar­bú­ar sætta sig ekki við þessi vinnu­brögð og vilja bregðast við þess­um tíðind­um,“ seg­ir á siglo.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert