Ráðið í stöður án auglýsingar

Frá Siglufirði.
Frá Siglufirði. Einar Falur Ingólfsson

Siglfirðingar eru slegnir yfir þeim tíðindum að yfirlækni Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar verði sagt upp störfum við sameiningu heilbrigðisstofnana í Fjallabyggð. Vefurinn Siglo.is greinir frá þessu.

Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar kynnti þessa ákvörðun á starfsmannafundi í dag. Einnig verður ráðinn nýr framkvæmdastjóri lækninga í Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar, en staðan hefur ekki verið auglýst að því er fram kemur á vefnum. Sömuleiðis var forstjóri nýju heilbrigðisstofnunarinnar ráðinn án þess að staðan væri auglýst.

Fjöldi fólks hefur haft samband við siglfirska fréttavefinn „og ljóst er að bæjarbúar sætta sig ekki við þessi vinnubrögð og vilja bregðast við þessum tíðindum,“ segir á siglo.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert