Þjófagengi fyrir dóm

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þorkell

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni í Mos­fells­bæ verður mál fjög­urra Pól­verja, sem eru ákærðir fyr­ir fimm inn­brot, þing­fest í Héraðsdómi Reykja­vík­ur á fimmtu­dag. Játn­ing­ar liggja fyr­ir hjá öll­um mönn­un­um og þá hef­ur lög­regl­an lagt hald á mikið af þýf­inu.

Nokk­ur mál hafa verið til rann­sókn­ar þar sem meint þjófa­gengi hafa komið við sögu, og hafa nokkr­ir ein­stak­ling­ar verið úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald. Ekki hef­ur tek­ist að tengja of­an­greinda fjór­menn­inga við aðra hópa, sem aðrar lög­reglu­stöðvar hef­ur verið að rann­saka. 

Menn­irn­ir ganga laus­ir en þeir voru úr­sk­urðaðir í far­bann til 9. októ­ber nk. Óskað var eft­ir flýtimeðferð í dómi þar sem rann­sókn máls­ins gekk vel. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka