Þrjár nýjar hraðamyndavélar

Hraðamyndavél
Hraðamyndavél

Tvær nýjar hraðamyndavélar verða teknar í notkun á hringveginum milli Hveragerðis og Selfoss á fimmtudag.. Jafnframt hefur verið bætt við nýrri hraðamyndavél í Hvalfjarðargöngum sem verður gangsett á sama tíma.

Samgönguráðuneytið, ríkislögreglustjóri, Umferðarstofa og Vegagerðin vinna að uppsetningu hraðamyndavélanna.Um er að ræða stafræna myndatöku þar sem upplýsingar um hraðabrot eru sendar samstundis til lögreglunnar. Ekki er tekin mynd nema um brot sé að ræða, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka