Tíu starfsmönnum Þjónustudeildar aldraðra á Hlíf á Ísafirði verður sagt upp um mánaðamótin en ákveðið var á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðar í síðustu viku að leggja deildina niður. Fimm aldraðir vistmenn hafa verið á deildinni.
Fram kemur á vef Verkalýðsfélags Vestfjarða, að bæjaryfirvöld hafi átt fund með starfsmönnunum. Haft er eftir Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, að ekki hafi verið gengið frá ráðningu í önnur sambærileg störf hjá sveitarfélaginu.