Ungir framsóknarmenn vilja ódýrari getnaðarvarnir

„Kyn­heil­brigðismál eru eitt helsta heil­brigðismál ungs fólks í dag. Stjórn Sam­bands ungra fram­sókn­ar­manna tel­ur það veru­legt áhyggju­efni að sala á getnaðar­vörn­um hafi dreg­ist sam­an á ár­inu og verð á þeim nærri tvö­fald­ast. Tek­ur stjórn­in und­ir áhyggj­ur heil­brigðis­starfs­fólks þar um," að því er seg­ir í álytk­un stjórn­ar­inn­ar.

„Ungt fram­sókn­ar­fólk benti í liðinni kosn­inga­bar­áttu á að hækk­andi verð á getnaðar­vörn­um gæti leitt til þess að ungt fólk leitaði í ódýr­ari varn­ir eða hætti notk­un þeirra. Mik­il þörf er á að bæta aðgengi að getnaðar­vörn­um fyr­ir ungt fólk og efla opna umræðu um getnaðar­varn­ir og ábyrgt kyn­líf.

Þá ít­rek­ar stjórn­in þá skoðun sína að rétt sé að lækka virðis­auka­skatt á öll­um getnaðar­vörn­um úr 24,5% í 7%. Lægra skattþrep lækk­ar verð á getnaðar­vörn­um leiðir til auk­inn­ar notk­un­ar þeirra sem sporn­ar þannig gegn ótíma­bær­um þung­un­um og dreg­ur úr lík­um á kyn­sjúk­dóm­um. Það mun því skila sér í sparnaði fyr­ir hið op­in­bera til lengri tíma litið."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert