Enginn bilbugur á stjórninni

Fréttamenn biðu utan við Stjórnarráðið í kvöld.
Fréttamenn biðu utan við Stjórnarráðið í kvöld. mbl.is/Golli

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagði eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund í kvöld að eng­inn bil­bug­ur væri á rík­is­stjórn­inni þrátt fyr­ir að Ögmund­ur Jónas­son hefði í dag sagt af sér embætti heil­brigðisráðherra vegna Ices­a­ve-máls­ins.

Ekki kom fram hver tek­ur við embætti heil­brigðisráðherra af Ögmundi en rík­is­ráðsfund­ur hef­ur verið boðaður á Bessa­stöðum fyr­ir há­degi á morg­un.

Stein­grím­ur sagði, að dag­ur­inn hefði orðið öðru vísi en reiknað var með og flokk­arn­ir þyrftu meðal ann­ars að ræða sín innri mál. Þing­flokk­ur VG hef­ur verið boðaður aft­ur á fund klukk­an 22:30.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði að full sátt væri í rík­is­stjórn­inni um að fara með þessi mál áfram.  Þegar hún var spurð hvaða niðurstaða það væri í Ices­a­ve-mál­inu, sem verið væri að ræða um að ná fram sagði hún, að verið væri að ræða hug­mynd­ir sem samn­inga­nefnd­ir Íslands, Bret­lands og Hol­lands hefðu verið að ræða. Sagði hún að í mesta lagi væru tvö atriði sem um væri að ræða, verið sé að reyna að fá botn í þau og þegar því lyki yrði niðurstaðan kynnt op­in­ber­lega.  

Stein­grím­ur sagði, að þreif­ing­ar hefðu verið  í kjöl­far viðbragða sem bár­ust frá Bret­um og Hol­lend­ing­um. Hann sagði, að nokk­ur erfið atriði stæðu út af en ekki væru marg­ir hlut­ir, sem stæðu í vegi þess að hægt sé að kynna mögu­leg­an efn­is­leg­an grund­völl í mál­inu.

Jó­hanna sagði ljóst, að niðurstaðan í Ices­a­ve-mál­inu yrði að vera viðun­andi svo flokk­arn­ir tveir gætu lagt hana fyr­ir þingið. Hún yrði að vera viðun­andi fyr­ir þjóðina og tryggt að hún þoli og geti staðið und­ir þeirri skulda­b­irði, sem á hana verður lögð.

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon ræða við fjölmiðla eftir …
Jó­hanna Sig­urðardótt­ir og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son ræða við fjöl­miðla eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund í kvöld. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert