Er að lýsa yfir vantrausti

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á Alþingi.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á Alþingi. mbl.is/Ómar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðsflokksins, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins að Ögmundur Jónasson hefði með afsögn sinni úr embætti heilbrigðisráðherra verið að lýsa yfir vantrausti á vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í Icesave-málinu.

Þorgerður Katrín sagði, að ríkisstjórnin hefði ekki haft samráð við stjórnarandstöðuna í þessu máli.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að það væru afleit tíðindi að Ögmundur væri farinn úr ríkisstjórninni því hann hefði verið ein helsta von hennar. Brotthvarf hans hlyti að veikja stjórnina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert