Fær Steingrímur umboð í kvöld?

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í kvöld að það myndi ráðast á þingflokksfundi VG í kvöld hvort þingflokkurinn gæfi gefa formanni flokksins umboð til að ljúka Icesave-málinu.

Svandís sagði að þingflokknum hefði ekki unnist tími til að ljúka umræðum um málið fyrr í dag vegna þess að tveir þingmenn hefðu verið erlendis. Hún sagði að mikill stuðningur væri innan þingflokksins við að halda áfram þátttöku í ríkisstjórninni.

Svandís sagði ekki ljóst hver tæki við starfi Ögmundar Jónassonar sem sagði af sér starfi heilbrigðisráðherra fyrr í dag. Það væri eitt af því sem þingflokkarnir ættu eftir að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert