Fellur ef ekki næst sátt um Icesave

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Ómar

Náist ekki samstaða um lyktir Icesave-málsins innan ríkisstjórnarflokkanna í vikunni er ríkisstjórnarsamstarfinu sjálfhætt. Þetta er mat Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hefur misst alla þolinmæði vegna málsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Jóhanna og aðrir stjórnarliðar telja sig ekki lengur geta treyst á stuðning neinna þingmanna stjórnarandstöðunnar í málinu og því þurfi stjórnarflokkarnir að hafa þingmeirihluta.

Líf stjórnarinnar veltur því aftur á afstöðu Ögmundar Jónas­sonar og samherja hans innan Vinstri grænna, sem lýst hafa miklum efasemdum um málið, líkt og það gerði þegar málið kom til kasta Alþingis í sumar, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

Þingflokkar stjórnarflokkanna munu hittast á fundum í dag og freista þess að leysa málið í sátt. Þá gæti einnig komið til aukafundar í ríkis­stjórn í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert