FÍS: Launakostnaður ríkisins lækki um 10%

Margrét Guðmundsdóttir er stjórnarformaður FÍS
Margrét Guðmundsdóttir er stjórnarformaður FÍS

Félag íslenskra stórkaupmanna (FÍS) leggur til í að einstaklingar fái skattaafslátt vegna kaupa á hlutafé í fyrirtækjum í atvinnurekstri. Jafnframt leggja samtökin til í efnahagstillögum sem kynntar eru í dag að innflutningsgjöld á fjárfestingavöru verði afnumin tímabundið. FÍS leggur einnig til að launakostnaður hins opinbera verði lækkaður um 10%.

Flýtiafskriftir vegna fjárfestingar í fastafjármunum sem samtökin segja hvetja til frekari fjárfestinga og á sérstaklega við um skuldlaus/-lítil fyrirtæki .

„FÍS telur mikilvægt að hagstjórn og ríkisfjármál taki mið af því að örva þarf fjárfestingu og koma atvinnulífi á skrið á nýjan leik. Þess vegna ber að forðast skattahækkanir. FÍS leggur þess í stað til að launakostnaður hins opinbera lækki um 10%. Með því gætu sparast um 20-25 milljarðar. Að auki verði hagrætt í rekstri fyrir um 50 milljarða króna," að því er segir í tilkynningu frá FÍS.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert