„Hellingur“ af fyrirspurnum barst

Frestur til að skila leigutilboðum vegna auglýsingar dómsmálaráðuneytis um hentugt húsnæði undir fangelsi rennur út á morgun. Að sögn Guðmundar Hannessonar, forstöðumanns ráðgjafarsviðs Ríkiskaupa, hefur „hellingur“ fyrirspurna borist en fjöldi tilboða ekki verið tekinn saman.

Meðal þess sem kemur fram í svörum við fyrirspurnum er að húsnæðið verði að vera í nálægð við Litla-Hraun þar sem ekki eru til staðar nógu margir menntaðir fangaverðir á öðrum stöðum landsins. Einnig að sama yfirstjórn verði yfir báðum fangelsum og starfsmenn af Litla-Hrauni nýttir að einhverju leyti við „nýja einingu Litla-Hrauns.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert