Jóhanna: Engir átakafundir um Icesave

Fulltrúar Krabbameinsfélags Íslands afhentu forsætisráðherra bleiku slaufuna í morgun.
Fulltrúar Krabbameinsfélags Íslands afhentu forsætisráðherra bleiku slaufuna í morgun. mbl.is/Ómar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í dag að hún hefði ekki setið neina  átakafundi um Icesave-málið í gærkvöldi. Jóhanna sagði að málið yrði áfram rætt í ríkisstjórninni og innan stjórnarflokkanna en í gær sagði hún að botn verði að fá í það í þessari viku.

Jóhanna ræddi stuttlega við blaðamenn eftir að hafa tekið við bleiku slaufunni úr hendi fulltrúa Krabbameinsfélags Íslands.

Jóhanna sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær, að nauðsynlegt væri að ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir treysti sér til þess að fara með málið fyrir Alþingi í þeim búningi sem þau séu sátt við með fyrirvara um samþykki þingsins.  Myndi stjórnarflokkarnir ekki meirihluta fyrir málinu þurfi að skoða breytta stöðu.

Óánægja var innan Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs með Icesave-samkomulagið og lýsti Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, yfir miklum efasemdum um það. Hann greiddi þó á endanum atkvæði með frumvarpi um ríkisábyrgð vegna samningsins eftir að fyrirvarar höfðu verið settir við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert