Karlmenn draga úr reykingum

Ekki er marktækur munur á tíðni reykinga karla og kvenna á Íslandi, samkvæmt nýrri skýrslu um reykingavenjur Íslendinga. 15,2% kvenna á Íslandi reykja daglega og 15,7% karla. En svo virðist sem karlmenn á Íslandi hafi tekið sig á og hætt að reykja, því fyrir ári reyktu um 20% þeirra daglega. 

Undanfarin ár hefur Lýðheilsustöð fengið Capacent-Gallup til að kanna reykingavenjur landsmanna þrisvar yfir árið og sýna niðurstöðurnar fyrir árið 2009 að tíðni daglegra reykinga fullorðinna (15-89 ára) hefur lækkað úr 17,6% árið 2008 í 15,4% nú í ár.

Árið 1991 reyktu 30% daglega og nú 18 árum síðar er tíðni daglegra reykinga komin niður í 15,4%, að því er fram kemur á vef Lýðheilsustöðvar.

Skýrslan í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka