Kröfuhafar vonsviknir

Kröfuhafar SPRON eru vonsviknir vegna frávísunar Héraðsdóms.
Kröfuhafar SPRON eru vonsviknir vegna frávísunar Héraðsdóms. Árni Sæberg

Kröfu­haf­ar hafa sent frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna frá­vís­un­ar Héraðsdóms Reykja­vík­ur á stefnu þeirra á hend­ur ís­lenska rík­inu, Seðlabanka Íslands, Fjár­mála­eft­ir­lit­inu og SPRON vegna yf­ir­töku rík­is­ins á rekstri SPRON. Kröfu­haf­arn­ir segja frá­vís­un­ina gríðarleg von­brigði og fylli er­lenda kröfu­hafa von­leysi vegna ósann­gjarn­ar meðferðar af hálfu ís­lenskra yf­ir­valda. 

Kröf­um 25 alþjóðlegra banka sem kröfðust viður­kenn­ing­ar á bóta­skyldu vegna yf­ir­töku Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á spari­sjóðnum var vísað frá í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag. Máls­kostnaður­inn, sam­tals 2 millj­ón­ir króna, fell­ur á stefn­end­ur í mál­inu, sem aðallega eru þýsk­ir bank­ar.

Að mati héraðsdóms voru kröf­ur bank­anna ekki nægi­lega vel reifaðar og því var mál­inu vísað frá dómi. Seg­ir meðal ann­ars í niður­stöðu dóms­ins, að þótt bank­arn­ir hafi í dóm­kröfu sinni til­greint tjónsat­b­urðinn þá skorti í stefnu að þeir sýni fram á að þeir eigi lögv­arða hags­muni í mál­inu. 

Þá skorti á skýr­leika í mála­til­búnaði og lána­samn­ing­ar hafi ekki verið lagðir fram í mál­inu en ætla megi að um grund­vall­ar­skjöl sé að ræða.  Loks hafi verið lagður fram fjöld­inn all­ur af skjöl­um á ensku, án ís­lenskr­ar þýðing­ar. Með því sé frek­lega brotið gegn ákvæðum laga um að þing­málið sé ís­lenska.

 Kröfu­haf­arn­ir telja að sam­hæfðar gjörðir Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, Seðlabank­ans og ís­lenskra yf­ir­valda hafi valdið falli eins virt­asta banka lands­ins.  Ákvörðunin í mars 2009 um að færa inni­stæður viðskipta­vina SPRON yfir í Nýja Kaupþing og setja skila­nefnd hafi gert mánaðarlanga vinnu kröfu­hafa og SPRON að lausn­um, í því skyni að vernda hags­muni allra hluta­hafa SPRON, að engu. 

Kröfu­haf­arn­ir íhuga nú val­kosti sína í stöðunni.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert