Náðu lifandi urrara

Urrari. Myndin er af vef Náttúrustofu Kópavogs.
Urrari. Myndin er af vef Náttúrustofu Kópavogs.

Lifandi urrari er nú í búri í Náttúrustofu Kópavogs. Fiskurinn veiddist á línu utarlega í Faxaflóa. Þar sem hann var lítið sár var ákveðið að reyna að koma honum lifandi til greiningar

Fram kemur á heimasíðu náttúrustofunnar, að urrari sé botnfiskur og finnist oftast á 20–150 metra dýpi. Hann lifi meðfram ströndum og á grunnsævi í Evrópu og N-Afríku. Hér við land lifi hann við suður- og vesturströndina allt til Breiðafjarðar. 

Helstu einkenni urrara eru broddgeislar í bakuggum og fiskurinn virðist standa á þeim.

Heimasíða Náttúrustofu Kópavogs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert