Niðurskurður er óhjákvæmilegur

Jóhanna Sigurðardóttir hafði framsögu á opnum fundi Samfylkingarinnar í Reykjavík …
Jóhanna Sigurðardóttir hafði framsögu á opnum fundi Samfylkingarinnar í Reykjavík í kvöld. mbl.is/Golli

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði á opn­um fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í kvöld, að Íslend­ing­ar yrðu að fara í niður­skurð á rík­is­út­gjöld­um og hækk­un á skött­um óháð því hvort haldið yrði áfram  sam­starfi við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn.

Jó­hanna sagði að Íslend­ing­ar gætu kvatt Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn strax á morg­un en vandi rík­is­sjóðs myndi ekki leys­ast við það. Til að bæta stöðu efna­hags­mála þyrfti að fá láns­fé frá AGS og ná­grannaþjóðum til að byggja upp gjald­eyr­is­forðann. Sú aðgerð stuðlaði að því að hægt væri að af­nema gjald­eyr­is­höft og lækka stýri­vexti.

Jó­hanna sagði að rík­is­sjóður stæði frammi fyr­ir því að skera þyrfti niður rík­is­út­gjöld um 200 millj­arða. Skorið yrði niður um 100 millj­arða á næsta ári. Vaxta­greiðslur rík­is­sjóð næmu um 100 millj­örðum. Þetta væru svim­andi háar upp­hæðir.

Jó­hanna sagði eðli­legt að menn spyrðu hvernig þess­ar skuld­ir hefðu orðið til. Hún sagði að í fyrsta lagi hefði rík­is­sjóður verið rek­inn með mikl­um halla í ár og á síðasta ári. Í öðru lagi þyrfti rík­is­sjóður að leggja 300 millj­ón­ir í fjár­mála­fyr­ir­tæk­in. Sam­komu­lag væri að tak­ast um að kröfu­haf­ar tækju við Kaupþingi og Íslands­banka og því stæðu von­ir til að þessi upp­hæð yrði lægri. Í þriðja lagi þyrfti rík­is­sjóður að taka um 330 millj­arða lán til að styrkja gjald­eyr­is­forðann. Í fjórða lagi hefði rík­is­sjóður þurft að taka á sig um 300 millj­arða vegna tapaðra lána Seðlabank­ans. Í fjórða lagi hefðu skuld­ir hækkað vegna falls geng­is krón­unn­ar.

Jó­hanna sagði að inni í þess­um töl­ur væru ekki skuld­ir vegna Ices­a­ve. Þær skuld­ir væru á bil­inu 300-750 millj­arðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert