Ögmundur segir af sér

Ögmundur Jónasson ræðir við fréttamenn eftir að hann hafði beðist …
Ögmundur Jónasson ræðir við fréttamenn eftir að hann hafði beðist lausnar sem ráðherra. mbl.is/Ómar

Ögmund­ur Jónas­son gekk á fund Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, í há­deg­inu í dag og baðst lausn­ar úr embætti heil­brigðisráðherra.

Sagðist hann eft­ir fund­inn með Jó­hönnu áfram verða ein­dreg­inn stuðnings­maður rík­is­stjórn­ar­inn­ar en hann mun ekki segja af sér þing­mennsku.  Hins veg­ar væri lögð áhersla á að rík­is­stjórn­in talaði einu máli í Ices­a­ve-mál­inu og því hefði hann tekið þessa ákvörðun.

„Ég hef trú á því, að Alþingi, ef það tek­ur þver­póli­tískt á mál­un­um, muni kom­ast að niður­stöðu sem sé góð fyr­ir Ísland.  Ég er þeirr­ar skoðunar að Ices­a­ve og líf þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar séu tveir aðskild­ir hlut­ir. Vilji menn setja þetta sam­an á ég ekki ann­an kost en að víkja úr rík­is­stjórn­inni," sagði Ögmund­ur.  

For­ustu­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins komu í Stjórn­ar­ráðið í há­deg­inu og sögðust hafa lagt fram nýj­ar til­lög­ur í Ices­a­ve-mál­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert