Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði eftir þingflokksfund Samfylkingarinnar í dag, að eindreginn stuðningur væri í flokknum við ríkisstjórnarsamstarfið. Sagðist Jóhanna hafa fengið umboð á fundinum til að leiða Icesave-málið til lykta.
Jóhanna sagðist telja ljóst að meirihlutastuðningur væri á Alþingi fyrir þeirri niðurstöðu, sem stefnt er að í Icesave-málinu. Sagði hún að ríkisstjórnin muni ekki fara inn í þingið nema ljóst að það sé stuðningur við niðurstöðuna.