Tilraunir með svokölluð SMS-skilaboð í farsíma þeirra eigenda ökutækja sem ekki hafa fært þau til skoðunar á réttum tíma, hafa tekist vel að sögn Jónasar Guðmundssonar sýslumanns í Bolungarvík. Síminn hringdi látlaust fyrst eftir að skilaboðin voru send og ýttu þau við mörgum eigandanum. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta í dag.
Um var að ræða eigendur fornbifreiða, húsbifreiða og
bifhjóla. Frestur til að færa þessi ökutæki til skoðunar rann út 1.
ágúst síðastliðinn og í dag rennur út frestur til að losna við 15
þúsund króna vanrækslugjald.
„Ennþá eru þó 4457 ökutæki af þessari gerð óskoðuð sem er alltof mikið,“ segir Jónas, í samtali við BB.