Stendur og fellur með VG

Sigmundur Ernir Rúnarsson
Sigmundur Ernir Rúnarsson

„Mitt fyrsta mat er að stjórn­in lifi þetta af en nú verða  þeir sem helst hafa fylgt Ögmundi að mál­um inn­an Vinstri grænna að gera upp hug sinn um  hvoru meg­in lín­unn­ar þeir vilja stíga,“ seg­ir Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hann seg­ir að stjórn­in þurfi stuðning ef ekki ná­ist ein­ing inn­an VG um Ices­a­ve-málið. 

Hann seg­ir það svo að ein­ing inn­an VG skeri úr um áfram­hald­andi stjórn­ar­stamstarf, ná­ist ekki ein­ing þurfi stjórn­in á stuðningi að halda „Þá finnst mér það eðli­leg­asti kost­ur­inn að halla sér að þeim sem eru næst­ir okk­ur í póli­tík,“ seg­ir Sig­mund­ur og seg­ir áfram­haldið verða að koma í ljós.

Hann seg­ir hljóðið ágætt í Sam­fylk­ing­ar­mönn­um en þeir bíði eft­ir út­skýr­ing­um Ögmund­ar á þessu út­spili. „Við héld­um að hann væri orðinn skólaðri í póli­tík en þetta,“  seg­ir Sig­mund­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert