Tala fyrst við Jóhönnu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kemur í Stjórnarráðið.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kemur í Stjórnarráðið. mbl.is/Ómar

„Ég tala fyrst við forsætisráðherra," sagði Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, við fréttamenn þegar hann gekk inn í stjórnarráðið á fund Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, nú í hádeginu.

Ekki hefur verið upplýst hvert fundarefnið er en líkum er leitt að því að það tengist hugsanlegum breytingum á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave-samningana við Breta og Hollendinga. Hafa verið vangaveltur um hvort Ögmundur muni segja af sér ráðherraembætti til að bjarga stjórnarsamstarfinu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Höskuldur Þráinsson, alþingismaður, komu skömmu síðar í Stjórnarráðið og vildu ekki tjá sig um erindið. Þegar Sigmundur Davíð var spurður hvort verið væri að mynda þjóðstjórn svaraði hann: Nei, nei, nei. 

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ögmundur Jónasson.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ögmundur Jónasson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert