Úrskurður umhverfisráðherra veldur mikilli óvissu

Rafmagnsmöstur á Hellisheiði
Rafmagnsmöstur á Hellisheiði mbl.is/RAX

Þingmenn Suðurkjördæmis hafa verið kallaðir til fundar í hádeginu í dag til að ræða úrskurð umhverfisráðherra um að fella úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki verði sameiginlegt umhverfismat vegna Suðvesturlínu og tengdra framkvæmda.

Björgvin G. Sigurðsson, fyrsti þingmaður kjördæmisins, sagði að óskað hefði verið eftir því að fulltrúar Skipulagsstofnunar og umhverfisráðuneytisins kæmu á fundinn til að gera þingmönnunum grein fyrir því hvað úrskurðurinn þýddi í raun. Björgvin kvaðst vona að úrskurður ráðherrans gengi ekki gegn stöðugleikasáttmálanum né að hann tefði framkvæmdir við álverið í Helguvík.

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að umhverfisráðherra hafi kynnt sér málið fyrir um viku. Eftir þá kynningu telur Katrín að um formsatriði sé að ræða. Hún telur að málið muni ekki hafa nein áhrif á stöðugleikasáttmálann.

Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunarsviðs Norðuráls, segir að þeir skilji ekki úrskurð umhverfisráðherra og ætli að leita nánari skýringa. Hann segir ekki enn vera ljóst hvaða áhrif úrskurðurinn muni hafa á framkvæmdir við álverið í Helguvík. Úrskurðurinn sé þvert á þau fyrirheit sem Alþingi og ríkisstjórn hafi gefið fyrirtækinu.

Töf á Suðvesturlínu getur mögulega haft áhrif á 2. áfanga gagnavers Verne Global í Reykjanesbæ. Fyrirtækið hefur hins vegar tryggt sér orku í 1. áfanga, allt að 20MW, sem er óháð Suðvesturlínu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert