Úrskurður umhverfisráðherra veldur mikilli óvissu

Rafmagnsmöstur á Hellisheiði
Rafmagnsmöstur á Hellisheiði mbl.is/RAX

Þing­menn Suður­kjör­dæm­is hafa verið kallaðir til fund­ar í há­deg­inu í dag til að ræða úr­sk­urð um­hverf­is­ráðherra um að fella úr gildi ákvörðun Skipu­lags­stofn­un­ar um að ekki verði sam­eig­in­legt um­hverf­is­mat vegna Suðvest­ur­línu og tengdra fram­kvæmda.

Björg­vin G. Sig­urðsson, fyrsti þingmaður kjör­dæm­is­ins, sagði að óskað hefði verið eft­ir því að full­trú­ar Skipu­lags­stofn­un­ar og um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins kæmu á fund­inn til að gera þing­mönn­un­um grein fyr­ir því hvað úr­sk­urður­inn þýddi í raun. Björg­vin kvaðst vona að úr­sk­urður ráðherr­ans gengi ekki gegn stöðug­leika­sátt­mál­an­um né að hann tefði fram­kvæmd­ir við ál­verið í Helgu­vík.

Katrín Júlí­us­dótt­ir iðnaðarráðherra seg­ir að um­hverf­is­ráðherra hafi kynnt sér málið fyr­ir um viku. Eft­ir þá kynn­ingu tel­ur Katrín að um forms­atriði sé að ræða. Hún tel­ur að málið muni ekki hafa nein áhrif á stöðug­leika­sátt­mál­ann.

Ágúst Haf­berg, fram­kvæmda­stjóri viðskipta- og þró­un­ar­sviðs Norðuráls, seg­ir að þeir skilji ekki úr­sk­urð um­hverf­is­ráðherra og ætli að leita nán­ari skýr­inga. Hann seg­ir ekki enn vera ljóst hvaða áhrif úr­sk­urður­inn muni hafa á fram­kvæmd­ir við ál­verið í Helgu­vík. Úrsk­urður­inn sé þvert á þau fyr­ir­heit sem Alþingi og rík­is­stjórn hafi gefið fyr­ir­tæk­inu.

Töf á Suðvest­ur­línu get­ur mögu­lega haft áhrif á 2. áfanga gagna­vers Ver­ne Global í Reykja­nes­bæ. Fyr­ir­tækið hef­ur hins veg­ar tryggt sér orku í 1. áfanga, allt að 20MW, sem er óháð Suðvest­ur­línu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert