Afstaða Ögmundar Jónassonar til Icesave-málsins varð til þess að hann gekk á fund Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og baðst lausnar úr embætti heilbrigðisráðherra. Hann talaði við fréttamenn á tröppum stjórnarráðsins.
Ögmundur sagðist styðja ríkisstjórnina en tók fram að hann yrði að víkja til að stjórnin gæti verið samstíga í Icesave-málinu.