VG fundar á ný seint í kvöld

Þingflokkur VG á fundi í dag.
Þingflokkur VG á fundi í dag. mbl.is/Jón Pétur

Fundi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, sem hófst klukkan 14:15, er lokið en boðaður hefur verið annar fundur klukkan 22:30 í kvöld. 

Ástæðan er m.a. sögð sú, að ekki hefðu allir þingmenn VG komist á fundinn nú síðdegis en Ásmundur Einar Daðason og Álfheiður Ingadóttir eru m.a. væntanleg til landsins nú undir kvöld.

Þegar Atli Gíslason, þingmaður VG, sagði við mbl.is, var spurður hvernig þingmenn hefðu tekið þeirri ákvörðun Ögmundar Jónassonar að óska eftir lausn frá embætti heilbrigðisráðherra, sagði hann að menn hefðu verið leiðir yfir þessu en ákvörðun Ögmundar væri skiljanleg. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert