Vilja lána 2000 milljarða

Norski Miðflokkurinn, einn þriggja stjórnarflokka í Noregi, hefur lagt til að Norðmenn veiti Íslendingum lán eða lánalínu upp á 2 þúsund milljarða óháð lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og þar með Icesave-deilunni, að sögn Höskuldar Þórhallssonar, þingmanns Framsóknarflokksins.

Hann segir málið ekki hafa fengið framgang innan norsku ríkisstjórnarinnar vegna þess að Sósíalíski vinstriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn beri því við að ekki hafi borist formleg beiðni frá Íslendingum. Þetta gjörbreyti stöðu Íslendinga í deilunni við Breta og Hollendinga um Icesave.

„Stjórnvöld og Samfylkingin hafa iðulega lýst því yfir að ef við samþykkjum ekki að borga Icesave þá fáum við ekki lánið frá Norðurlöndunum," segir Höskuldur. „Það má eiginlega segja að það sé eini rökstuðningurinn fyrir því að við eigum að taka á okkur þessar drápsklyfjar skulda."

Höskuldur Þór Þórhallsson.
Höskuldur Þór Þórhallsson. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert