Um 73 milljarðar liggja í ónotuðu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og Orkuveita Reykjavíkur hefur fjárfest fyrir 10-13 milljarða í nýjum hverfum. Öll þessi mikla fjárfesting er ónotuð og ekki sýnilegt að hún nýtist í bráð.
Þetta sagði Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, á opnum fundi með flokksfélögum sínum í gærkvöldi. Dagur sagði að til að þessi fjárfesting nýttist þyrfti íbúum að fjölga um 22% og það væru litlar líkur að það gerðist í bráð.
Dagur sagði að R-listinn hefði verið gagnrýndur á sínum tíma fyrir lóðaskort, en reynslan hefði sýnt að í þessum efnum væri skynsamlegt að ganga hægt að gleðinnar dyr.
Dagur ræddi einnig um erfiða stöð ríkissjóðs og sagði að hallinn á ríkissjóði í dag væri um 400 milljónir. Þennan halla þyrfti að fjármagna með lánum og af þeim lánum þyrfti að greiða vexti. Vaxtakostnaður ríkissjóðs á næsta ári yrði um 100 milljarðar.