Brussel skrifstofa styrkt áfram

Kristján L. Möller samgönguráðherra (annar frá hægri) ásamt fulltrúum frá …
Kristján L. Möller samgönguráðherra (annar frá hægri) ásamt fulltrúum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Mynd fengin af vef samgönguráðuneytisins.

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur samþykkt að leggja til við samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að beiðni Sambands íslenskra sveitarfélaga um að styrkja áfram rekstur skrifstofu þess í Brussel verði samþykkt.Fram kemur á vef samgönguráðuneytisins að Kristján L. Möller samgönguráðherra hafi samþykkt tillögu ráðgjafarnefndarinnar.

Styrkur hafi verið veittur til reksturs skrifstofunnar árin 2007 til 2009. Fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi verið afhent bréf þess efnis síðastliðinn þriðjudag.

Rekstur skrifstofunnar verður styrktur með 16 milljóna króna framlagi árin 2010 til 2012.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert