Daglegar reykingar á miklu undanhaldi

Reykingar eru á undanhaldi, samkvæmt nýrri könnun Capacent-Gallup fyrir Lýðheilsustöð. Þetta er sama niðurstaða og verið hefur undanfarin ár, það er tíðni reykinga er í tröppugangi niður á við. Tíðni daglegra reykinga meðal fullorðinna hefur lækkað úr 17,6% árið 2008 í 15,4% nú í ár. Mestu munar að nú reykja mun færri karlar daglega en árið 2008.

Fólk var spurt hvort það reykti eða hefði reykt og var niðurstaðan sú að jafnt og þétt dregur úr tíðni reykinga. Árið 1991 reyktu 30% Íslendinga daglega en nú – aðeins 18 árum síðar – er tíðnin komin niður í 15,4%.

Þessi niðurstaða er í ágætu samræmi við markmið Heilbrigðisáætlunar sem gildir fram til ársins 2010. Með henni var stefnt að því að á næsta ári, 2010, yrði hlutfall reykingafólks á aldrinum 18 til 69 komið undir 15%. Nú er þetta hlutfall komið í 16,8%. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert