Háskalegar skattahækkanir

Stöðugleikasáttmálinn var undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu 25. júní síðastliðinn.
Stöðugleikasáttmálinn var undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu 25. júní síðastliðinn.

Mjög háska­legt er að hækka álög­ur á minnk­andi skatt­stofna, eins og gert er í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem lagt var fram í morg­un. Þar er skorið niður um 43 millj­arða króna frá fyrri fjár­lög­um, en skatt­ar eru hins veg­ar hækkaðir sem nem­ur 61 millj­arði króna.

Þetta seg­ir Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Hann tel­ur áform um mikla auðlinda­skatta hins veg­ar stórt strik í reikn­ing fram­kvæmda við orku­frek­an iðnað.

Ólaf­ur Darri Andra­son, hag­fræðing­ur ASÍ, seg­ir að vand­inn í rík­is­fjár­mál­um sé gríðarlega mik­ill og fjár­lög­in beri svip af því. Hins veg­ar virðist frum­varpið við fyrstu sýn ekki ganga á svig við stöðug­leika­sátt­mál­ann, sem rík­is­stjórn­in gerði við aðila vinnu­markaðar­ins.

Fjár­laga­hall­inn sem sé áætlaður 2010 sé í takt við það sem rætt hafi verið um við gerð sátt­mál­ans. Þá sé hlut­falls­lega minnst skorið niður í viðkvæm­ustu mála­flokk­un­um, heil­brigðis-, fé­lags- og mennta­mál­um.

Viðskiptaráð Íslands seg­ir það með ölu ótækt að jafn­mátt­lít­il skref séu stig­in í átt til niður­skurðar og aðhalds, eins og raun beri vitni í frum­varp­inu. Frek­ari skatt­pín­ing sé hins veg­ar skamm­góður verm­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert