Klaufagangur sem kostar skattgreiðendur milljarða

„Skortur á upplýsingagjöf Lánasýslunnar og klaufaleg framsetning hennar um útgáfu ríkisskuldabréfa mun kosta skattgreiðendur marga milljarða á næstunni í formi hærri vaxtakostnaðar ríkissjóðs. Ríkissjóður er að borga hæstu vexti á byggðu bóli og það er varla bætandi á þá vaxtabyrði,“ segir Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAM Management, sem rekur skuldabréfasjóðinn GAMMA og fjárfestir eingöngu í íslenskum ríkisskuldabréfum.

Lánasýslan, sem sér um lántökur yfir hönd ríkissjóðs, tilkynnti í fyrradag að gefa ætti út allt að sextíu milljarða til viðbótar af ríkisskuldabréfum til að afla ríkissjóði tekna. Kom tilkynningin, sérstaklega upphæðin, flatt upp á marga á markaðnum. „Rökstuðningur fyrir aukinni útgáfu nú er að efla sjóðsstöðu ríkissjóðs í Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að hún sé mjög rúm eða um 170 milljarðar króna sem er langleiðina upp í endurfjármögnunarþörf ríkisins í ríkisbréfum og ríkisvíxlum á næsta ári. Spurningin sem maður spyr sig er hvort að Seðlabankinn sé á bak við þessar aðgerðir til þess eins að hækka ávöxtunarkröfu á markaði í ljósi þess að stýrivextir bankans gegna engu hlutverki lengur,“ segir Gísli.

„Það er hins vegar ekkert hald í þeirri staðhæfingu Lánasýslunnar að aukin útgáfa ríkisskuldabréfa, það er aukin skuldsetning ríkisins, auki traust manna á nú þegar of skuldsettum ríkissjóði.“

Er einfaldlega að hækka vexti

Þetta er í andstöðu við yfirlýsingar ríkisstjórnar um að vextir hér verða að lækka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert