Líst illa á fjárlögin

Fjárlög voru lögð fram á þingi í dag.
Fjárlög voru lögð fram á þingi í dag. Ómar Óskarsson

Hösk­uld­ur Þór Þór­halls­son, full­trúi Fram­sókn­ar­flokks í fjár­laga­nefnd, seg­ir það gríðarleg von­brigði að sjá þann mikla niður­skurð sem boðaður er á fjár­lög­um. „Þetta er tölu­vert verri staða en maður hafði bú­ist við og var kynnt í sum­ar. Niður­skurður­inn í heil­brigðismál­um er nátt­úr­lega sví­v­irðileg­ur, svo ekki sé talað um sam­göngu­mál­in. Mér finnst í fljótu bragði eins og það eigi að ganga svo­lítið á lands­byggðina í þessu, sem mér finnst vera af­skap­lega vont."

Þór Sa­ari, full­trúa Hreyf­ing­ar­inn­ar í fjár­laga­nefnd, líst illa á að loka skuli fjár­lagagat­inu á aðeins þrem árum. Í grann­lönd­um okk­ar reyni menn að nota rík­is­fjár­mál­in til að milda áhrif krepp­unn­ar. „Þetta er nátt­úr­lega hug­mynda­fræði Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins og veld­ur ein­fald­lega ís­lensku sam­fé­lagi og al­menn­ingi allt of miklu tjóni. Í ná­granna­lönd­um þar sem kreppa er viðvar­andi og AGS kem­ur ekki ná­lægt neinu er ein­mitt verið að gera þver­öfugt."

 Ólöf Nor­dal sit­ur í fjár­laga­nefnd fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn, henni finnst að frum­varpið sé ekki til­búið til fram­lagn­ing­ar. Ekki sé búið að ganga frá skatta­hliðinni. ,,Áform eru uppi um gríðarleg­ar skatt­tekj­ur en ekki búið að út­færa hvernig það eigi að ger­ast. Hitt er líka at­hygl­is­vert að fram­kvæmd fjár­laga á þessu ári hef­ur gengið afar illa hjá fjár­málaráðuneyt­inu, hall­inn hef­ur auk­ist stöðugt allt árið. Mér finnst gríðarleg óvissa og lausa­tök ein­kenna þetta allt."

mbl.is/Ó​mar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert