Reikna með 87 milljarða halla

00:00
00:00

Fjár­laga­frum­varpið sem lagt var fram á Alþingi í dag ger­ir ráð fyr­ir 87,4 millj­arða halla. Gert er ráð fyr­ir að skera niður út­gjöld um 43 millj­arða og afla nýrra tekna með skatta­hækk­un­um upp á 61 millj­arð.

Horf­ur eru á að hall­inn á rík­is­sjóði í ár verði 182,3 millj­arðar, en það er tals­vert verri niðurstaða en gert var ráð fyr­ir í fjár­lög­um þessa árs sem gerðu ráð fyr­ir 153 millj­arða halla. Fjár­laga­frum­varpið ger­ir því ráð fyr­ir að hall­inn minnki um 100 millj­arða milli ára.

Frum­varpið ger­ir ráð fyr­ir að tekj­ur rík­is­sjóðs verði 468 millj­arðar, en út­gjöld 555,6 millj­arðar. Tekj­ur af fyr­ir­huguðum skatta­hækk­un­um eru ekki sund­urliðaðar ná­kvæm­lega í fjár­laga­frum­varp­inu held­ur er aðeins gerð grein fyr­ir áætlaðri skipt­inu í helstu skatta­flokka. Gert er ráð fyr­ir að bein­ir skatt­ar hækki um 37,6 millj­arða og óbein­ir skatt­ar hækki um 25,5 millj­arða. Fyr­ir­hugað er að leggja á nýja orku-, um­hverf­is- og auðlinda­gjöld. Einnig er áformað að gera breyt­ing­ar á vöru­gjöld­um og hugs­an­lega að breikka stofn virðis­auka­skatts.

Þá kem­ur fram, að reiknað sé með hækk­un gjalda á áfengi og tób­ak, bens­íni og olíu og hækk­un bif­reiðagjalds. Seg­ir í fjár­laga­frum­varp­inu að þrátt fyr­ir tvær hækk­an­ir á ár­un­um 2008-2009 séu þessi gjöld, að tób­aks­gjaldi und­an­skildu, und­ir upp­haf­legu raun­v­irði sínu.

Fjár­laga­frum­varpið end­ur­spegl­ar öðrum þræði að ýms­ir tekju­stofn­ar rík­is­sjóðs hafa skroppið mikið sam­an vegna krepp­unn­ar. Vöru­gjöld og toll­ar skila minni tekj­um vegna þess að inn­flutn­ing­ur hef­ur dreg­ist sam­an um 50% á föstu gengi. Tekj­ur rík­is­sjóðs vegna inn­flutn­ings á bíl­um hafa hrunið þar sem sala á bíl­um hef­ur minnkað um 80%. Sala á olíu­vör­um hef­ur minnkað um 19% sem er meira en spáð var í upp­hafi árs. Þá hafa tekj­ur af áfeng­is­gjaldi minnkað um 6%. Tekj­ur af skött­um á vör­ur og þjón­usta eru 27,3% minni fyrstu 8 mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra.

Svig­rúm rík­is­sjóðs til út­gjalda mark­ast m.a. af því að rík­is­sjóður þarf á næsta ári að greiða 100 millj­arða í vexti af sí­hækk­andi skuld­um. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs námu 22 millj­örðum árið 2007. Stefnt er að því að lækka launa­út­gjöld rík­is­sjóðs um 3 millj­arða þannig að þau verði um 119 millj­arða.

Fjár­laga­frum­varpið

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert