Skattastefnu stjórnvalda harðlega mótmælt

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. mbl.is/Ómar

Viðskiptaráð Íslands mót­mæl­ir harðlega skatta­stefnu stjórn­valda, sem það seg­ir að vinni gegn mark­miðum um end­ur­reisn hag­kerf­is­ins, auknu at­vinnu­stigi og upp­bygg­ingu sterks og sjálf­bærs vel­ferðar­kerf­is.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að ekki geti tal­ist raun­hæft að brúa fjár­lagagatið ein­gögnu með aðhaldi í rík­is­rekstri, sér í lagi til skemmri tíma. Þá sé það forkast­an­legt hvernig stjórn­völd hygg­ist varpa stærst­um hluta vand­ans á löskuð heim­ili og fyr­ir­tæki í land­inu.

„Nú hef­ur þegar átt sér stað veru­leg aðlög­un hjá heim­il­um og fyr­ir­tækj­um sem sést best á verule gum sam­drætti í einka­neyslu, hruni í fjár­fest­ingu einkaaðila, aukn­um gjaldþrot­um fyr­ir­tækja og lækk­andi laun­um á al­menn­um vinnu­markaði. Hið op­in­bera verður að taka þátt í með sama hætti. Í ljósi þenslu í rík­is­út­gjöld­um síðustu ár er með öllu ótækt að jafn mátt­lít­il skref séu stig­in í átt til niður­skurðar og aðhalds og raun ber vitni í fjár­laga­frum­varp­inu.  Skatt­pín­ing fyr­ir­tækja og heim­ila, til að verja störf út­gjöld og störf í op­in­bera geir­an­um eru í besta falli skamm­góður verm­ir,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert