Skattastefnu stjórnvalda harðlega mótmælt

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. mbl.is/Ómar

Viðskiptaráð Íslands mótmælir harðlega skattastefnu stjórnvalda, sem það segir að vinni gegn markmiðum um endurreisn hagkerfisins, auknu atvinnustigi og uppbyggingu sterks og sjálfbærs velferðarkerfis.

Fram kemur í tilkynningu að ekki geti talist raunhæft að brúa fjárlagagatið eingögnu með aðhaldi í ríkisrekstri, sér í lagi til skemmri tíma. Þá sé það forkastanlegt hvernig stjórnvöld hyggist varpa stærstum hluta vandans á löskuð heimili og fyrirtæki í landinu.

„Nú hefur þegar átt sér stað veruleg aðlögun hjá heimilum og fyrirtækjum sem sést best á verule gum samdrætti í einkaneyslu, hruni í fjárfestingu einkaaðila, auknum gjaldþrotum fyrirtækja og lækkandi launum á almennum vinnumarkaði. Hið opinbera verður að taka þátt í með sama hætti. Í ljósi þenslu í ríkisútgjöldum síðustu ár er með öllu ótækt að jafn máttlítil skref séu stigin í átt til niðurskurðar og aðhalds og raun ber vitni í fjárlagafrumvarpinu.  Skattpíning fyrirtækja og heimila, til að verja störf útgjöld og störf í opinbera geiranum eru í besta falli skammgóður vermir,“ segir í tilkynningunni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert