Sóknarskeið á næsta ári raunhæfur möguleiki

Ólafur Ragnar Grímsson og Karl Sigurbjörnsson voru í fararbroddi þegar …
Ólafur Ragnar Grímsson og Karl Sigurbjörnsson voru í fararbroddi þegar gengið var úr Alþingishúsinu til Dómkirkjunnar við þingsetningarathöfnina. mbl.is/Ómar

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, sagði þegar hann setti Alþingi í dag, að von­andi væri að ljúka einu erfiðasta skeiði í sögu þjóðar­inn­ar í nú­tím­an­um. Sókn­ar­skeið síðari hluta næsta árs væri raun­hæf­ur mögu­leiki.

„Marg­ir hjall­ar eru að baki, aðgerðir sem urðu deilu­efni og erfitt reynd­ist að hrinda í fram­kvæmd, sárs­auka­full­ar fyr­ir flesta, ekki aðeins þá sem sýndu gá­leysi eða glanna­skap held­ur líka fjöl­marga sem gættu hófs, fóru með gát en bera nú sak­laus­ir þung­ar byrðar sem hóf­laus sjálf­taka og græðgi annarra legg­ur þeim á herðar.

Enn glíma þúsund­ir heim­ila við djúp­stæðan vanda, at­vinnu­leysi, greiðsluþrot. Óvissa, jafn­vel ótti, móta víða morg­un­stund og eignam­iss­ir, tekjutap og skulda­byrði setja svip á dag­legt líf. Deil­an við tvö  ná­granna­lönd hef­ur ekki verið til lykta leidd og aðrar þjóðir bíða átekta með að efna gef­in fyr­ir­heit. Allt er þetta þung­bær reynsla. Ábyrgð okk­ar sem vor­um og erum þjóðkjörn­ir full­trú­ar ótví­ræð og ör­laga­rík," sagði Ólaf­ur Ragn­ar.

Hann sagði, að það væri fagnaðarefni að þrátt fyr­ir hrun fjár­mála­kerf­ins­ins, erfiðleik­ana og mis­tök­in væri orðspor Íslands á mörg­um sviðum áfram gott. Einnig mætu marg­ir á já­kvæðan hátt viðbrögð þings og þjóðar við krepp­unni, að hér hafi verið tekn­ar erfiðar og sárs­auka­full­ar ákv­arðanir í efna­hags­mál­um, kallað til lýðræðis­legra kosn­inga og markaður skýr far­veg­ur fyr­ir rann­sókn og ákær­ur vegna gruns um mis­ferli og glæpi í aðdrag­anda hruns­ins.

„Sá ár­ang­ur sem út­flutn­ings­grein­ar hafa skilað, sjáv­ar­út­veg­ur, orku­fram­leiðsla, upp­lýs­inga­tækni, iðnaður og ferðaþjón­ust­an, tæki­fær­in sem fel­ast í auðlind­um lands­ins og hæfni fólks­ins, mennt­un og reynslu, samstaðan sem birst hef­ur á fjöl­sótt­um hátíðum og viðburðum í byggðum lands­ins, vin­ar­hug­ur og sam­starfs­vilji sem við finn­um víða um ver­öld, allt þetta get­ur orðið okk­ur á næstu mánuðum og miss­er­um efniviður í nýtt fram­fara­skeið," sagði Ólaf­ur Ragn­ar. „Þegar Alþingi kem­ur nú sam­an til fund­ar eru öll skil­yrði til þess að þing­heim­ur í góðri sam­vinnu við þjóðina rói að því öll­um árum að næsta haust verði sókn­ar­skeiðið hafið; tími hinna miklu erfiðleika á hröðu und­an­haldi."

Þing­setn­ing­ar­ræða for­seta Íslands

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert