Sprengja á Austurvelli

Lögreglan hafði mikinn viðbúnað vegna mótmæla við setningu Alþingis í dag. Laganna verðir tóku blöðrur með blóði af nokkrum mótmælendum og fundu hlut sem talið er að hafi verið heimatilbúin sprengja af einhverju tagi.

Hópur mótmælenda á Austurvelli lét í sér heyra er alþingismenn gengu frá Dómkirkjunni yfir í Alþingishúsið. Lögreglan hafði mikinn viðbúnað en mótmælin fóru að mestu leyti friðsamlega fram þó að laganna verðir hafi haft afskipti af nokkrum mótmælendum sem höfðu hugsað sér að heiðra minningu Helga heitins Hóseassonar með mótmælum í anda hans.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert